Í gær þann 29. mars 2007 varð Árný Þórðardóttir í Máseli 100 ára gömul. Bæjarstjórinn, Eiríkur Björn Björgvinsson, ásamt Katrínu Ásgeirsdóttur og Karen Erlu Erlingsdóttur litu í heimsókn til hennar um miðjan dag í gær og afhentu henni blómvönd í tilefni dagsins.
Árný var hress og ber þess engin merki að hún hafi lifað heila öld. Í samræðu sem Árný átti við gestina kom fram að hún hafi alla tíð vitað að hún myndi ná háum aldri. Þegar hún var lítil stúlka dreymdi hana að það kæmi til hennar engill. Engillinn sagðist vera að ná í hana. Nei, sagði litla stúlkan Árný, þú getur ekki tekið mig núna, ég mun sakna mömmu minnar svo mikið. Jú, sagði engillinn, ég verð að taka þig með núna. En Árný þrábað engilinn að taka sig ekki með. Jæja, fyrst ég tek þig ekki með núna þá verðum mjög langt þangað til að ég kem aftur að ná í þig, sagði engillinn.
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað færir Árnýju heillaóskir í tilefni dagsins.