Árni Heiðar ráðinn forstöðumaður félagsmiðstöðva

Árni Heiðar Pálsson hefur verið ráðinn forstöðumaður félagsmiðstöðva á Fljótsdalshéraði. Árni hefur undafarin ár verið starfsmaður í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum en hafði áður um langt skeið verið starfsmaður í félagsmiðstöðvunum Afrek og Nýung og þekkir því mjög vel til starfsemi félagsmiðstöðvanna.

Árni tekur við starfinu af Eysteini Húna Haukssyni sem hefur ákveðið að hverfa til annarra starfa. Eysteini eru þakkað farsælt og gott starf og óskað velfarnaðar á nýjum slóðum um leið og Árni Heiðar er boðinn velkominn til starfa í nýju starfi!