Rannsóknasetur HÍ sett aftur á fót og Unnur Birna Karlsdóttir ráðin forstöðumaður
01.06.2018
kl. 15:49
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi hefur tekið starfa á ný með ráðningu Unnar Birnu Karlsdóttur í starf forstöðumanns. Þetta kemur fram á vefsíðu Stofnunar rannsóknasetra HÍ. Starfið var auglýst í lok mars sl. og ákveðið að ráða Unni Birnu að loknu dómnefndar- og valnefndarferli. Með ráðningu forstöðumanns Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi er stigið afar mikilvægt skref í þróun starfsemi rannsóknasetra Háskóla Íslands um land allt.
Lesa