Áramótabrenna kl. 16.30

Eins og undanfarin ár fer áramótabrennan fram á nesinu vestan og neðan við kirkjuna á Egilsstöðum. Eldur verður borinn að bálkestinum kl. 16.30. Stuttu síðar verður boðið upp á veglega flugeldasýningu sem er í umsjón Björgunarsveitarinnar Héraðs.
Þrettándagleðin verður síðan með hefðbundnu sniði í Tjarnargarðinum 6. janúar.