Amnesty með dagskrá í Egilsstaðakirkju

Undanfarin ár hefur Amnesty International og Kirkjan á Héraði staðið fyrir stuttri dagskrá í Egilsstaðakirkju á Alþjóðlega mannréttindadaginn þann 10. desember. Svo verður einnig nú og hefst hún kl 17.30. Sigrún Blöndal flytur stutta hugvekju og Kór Egilsstaðakirkju syngur. Kirkjan verður opin til kl 20.00 og munu liggja frammi kort fyrir fólk til að skrifa undir og styðja þannig þá sem á eru brotin viðurkennd grundvallarréttindi. Þetta er hluti af alþjóðlegu bréfamaraþoni Amnesty sem fer fram í desember á hverju ári.