Alþjóðadagur kennara

 Alþjóðadagur kennara er 5. október. Þennan dag er tilefni til að staldra við og hugsa um framlag kennara til menntunar og þroska einstaklinga sem síðar leiðir til framþróunar samfélaga, eins og fram kemur í Eplinu, fréttabréfi Kennarasambands Íslands. Einkennisorð dagsins í ár eru „Stöndum með kennurum".

 Kennarar í Egilsstaðaskóla hafa tekið höndum saman og ætla að mæta prúðbúnir til vinnu sinnar á morgun í tilefni dagsins en líkt og alla aðra daga eru foreldrar velkomnir að kíkja í heimsókn og taka þátt í skóladeginum.