Miðvikudagurinn 10. október er Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Í tilefni dagsins verður áhugafólki um geðheilbrigðismál boðið upp á dagskrá og léttar veitingar í Kompunni á Egilsstöðum, Lyngási 12, en þar verður opnuð geðræktarmiðstöð innan tíðar.
Dagskráin hefst klukkan 20:30 og stendur til 22.
Dagskrá:
- SAust og Fljótsdalshérað undirrita samkomulag um starfsemi Kompunnar.
- Málfríður Björnsdóttir, formaður Héraðs- og Borgarfjarðardeild Rauða Krossins, segir frá aðkomu deildarinnar að verkefninu.
- Jón Knútur Ásmundsson, verkefnastjóri hjá SAust, segir frá starfsemi Kompunnar.
- Sveinn Snorri Sveinsson les úr verkum sínum.
- Bjartmar Guðlaugsson tekur lagið.