- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Á fundinum fór Guðlaugur Sæbjörnsson, fjármálastjóri yfir þær breytingar sem eru lagðar til að verði gerðar á fjárhagsáætlun vegna ársins 2009 á milli fyrri og seinni umræðu. Bæjarráð lagði til í kjölfarið að álagningarprósentur fasteignagjalda verði óbreyttar frá því sem þær voru á síðasta ári. Þá leggur bæjarráð til að sex nefndir verði sameinaðar í þrjár á þann veg að byggingar og skipulagsnefnd og fasteigna og þjónustunefnd verði sameinaðar, íþrótta og frístundanefnd og menningarnefn verði ein nefnd og að síðustu umhverfis og náttúrverndarnefnd og dreifbýlis og hálendisnefnd verði sameinaðar. Með þessu móti verður hægt að spara töluverða upphæð í kostnaði sem varðar stjórnsýsluna.
Á fundinum var einnig rætt um fræðasetur Háskóla Íslands á Egilsstöðum. Bæjarráð bókaði eftir þá umræðu að þau fögnuðu því að fjárframlög til verkefnisins frá ríkinu væru tryggð á árinu 2009. Væntingar væru miklar til starfsemi fræðaseturs HÍ á Egilsstöðum. Ómetanlegar rannsóknir og frumkvöðlastarf hafi fram á sambærilegum setrum sem skipti þróun byggðar og atvinnulífs í landinu afar miklu máli. Sveitarfélagið hafi í nokkur ár lagt áherslu á stuðning við fræðasetrið á Egilsstöðum og lítur á það sem mikilvægan lið í uppbyggingu Vísindagarðsins ehf., staðbundins háskólanáms og þess þekkingarsamfélags sem stefna sveitarfélagsins kveður á um.