Almennur borgarafundur um fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar hér með til almenns borgarafundar um fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs árið 2020, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2021 – 2023.

Fundurinn verður haldinn í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla (sem er á annarri hæð í vesturálmu skólans) fimmtudaginn 14. nóvember n.k. og hefst hann klukkan 17:00.

Þar mun Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynna áætlunina og síðan ætla hann og fulltrúar bæjarstjórnar að sitja fyrir svörum að lokinni kynningu.
Fjárhagsáætlunin var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn 6. nóvember sl. og síðari umræða um hana er áætluð 20. nóvember nk. Hægt er að skoða áætlunina á heimasíðu sveitarfélagsins og er slóðin: https://www.fljotsdalsherad.is/static/files/Skjol/fjarmal/fjarhagsaaetlanir/2020.pdf

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta og kynna sér fjárhagsáætlunina og taka þátt í umræðum um hana.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs