Almennur borgarafundur

Almennur borgarafundur verður haldinn í Hlymsdölum
Almennur borgarafundur verður haldinn í Hlymsdölum

Fimmtudaginn 15. nóvember nk. verður haldinn almennur borgarafundur, þar sem fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020 – 2022 verður kynnt. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði tekin til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn 21. nóvember.

Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í Hlymsdölum og hefst kl. 17:30 og gert ráð fyrir að honum verði lokið kl. 19:00.
Íbúar Fljótsdalshéraðs eru hvattir til að koma á fundinn og kynna sér málefni sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs.