Almenningssamgöngur: Samkeppni um merki og nafn

Óskað er eftir tillögum að merki (logo) og nýju nafni fyrir almenningssamgöngur á Austurlandi.  Um er að ræða samstarfsverkefni allra sveitarfélaga á Austurlandi en unnið er að heildstæðu samgöngukerfi fyrir fjórðunginn. Merkið og nafnið verður m.a. notað í kynningarstarf, á leiðarkerfum og til að auðkenna fólksflutningabílana.  

Tillögum skal skila til Austurbrúar, b.t. Ástu Kristínar Sigurjónsdóttur, Búðareyri 1, 730 Reyðarfjörður í umslagi merktu „Samkeppni“ fyrir 13. desember 2012.   Merkið þarf að vera tilbúið til notkunar á tölvutæku formi.  Þess má geta að valfrjálst er hvort skilað er inn bæði tillögu að nafni og merki eða öðru hvoru.  

Vinnuhópur á vegum sveitarfélaganna velur vinningshafa úr innsendum tillögum.  Öllum er heimil þátttaka.

Veitt verða verðlaun fyrir vinningstillögu að nafni og merki. Verðlaun fyrir vinningstillögu að nafni eru 30.000 kr. og að merki 50.000 kr.