Almenningssamgöngur á Fljótsdalshéraði

Frá og með 11. júní 2012 verður hafin gjaldtaka fyrir almenningssamgöngur innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði.

Frá og með mánudeginum 11. júní  gilda miðar og mánaðarkort í almenningssamgöngur á Fljótsdalshéraði einnig í flugvallarrútuna sem ekur á milli Egilsstaða og flugvallarins.

Bæði almenningsvagninn og flugvallarrútan stöðva við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum og Landsbankann.

Gjaldskrá:
10 miðar kr. 1.500.-
Mánaðarkort kr. 3.500.-

Veittur er systkinaafsláttur af mánaðarkortum. Afslátturinn nemur 25% af öðru korti og 50% af hinu þriðja.

Sé kort keypt fyrir fleiri mánuði er sami afsláttur, þ.e. 25% afsláttur er veittur af öðrum mánuði og 50% afsláttur af öllum mánuðum umfram það.

Ef keypt er þriggja mánaða kort kostar það kr. 7.900.- en tvö slík kort kosta kr. 13.800.- og þrjú kr. 17.700.- (miðað við systkinaafslátt).

Miðar og kort verða seld í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, hjá N1 og á bæjarskrifstofum Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12 frá og með 4. júní.