Nú er unnið að útgáfu viðburðabæklings á vegum Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. En bæklingum er ætlað að gefa gott yfirlit, bæði á íslensku og ensku, yfir helstu menningar- og íþróttaviðburði á Héraði fram á vor. Þeir sem óska eftir að fá viðburði birta í bæklingnum verða að láta vita af því sem fyrst.
Þetta er í fjórða sinn sem menningarmiðstöðin stendur fyrir útgáfu bæklingsins. Útgáfan hefur mælst vel fyrir meðal íbúa og ferðamanna. Bæklingnum er dreift inn á öll heimili á Fljótsdalshéraði, en auk þess er hægt að nálgast hann á upplýsingamiðstöðum í Reykjavík, Akureyri og á fleiri stöðum á landsbyggðinni.
Birting upplýsinga um viðburði á Fljótsdalshéraði er aðilum að kostnaðarlausu og hvetur Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs alla sem skipulagt hafa viðburði út árið 2008 til að senda upplýsingar til menningarmiðstöðvarinnar á netfangið kristinsch@egilsstadir.is fyrir 25. janúar. Bæklingurinn verður gefinn út í byrjun febrúar.
Þess má geta að viðburðaskráin mun einnig birtast á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar, sem er þessa stundina verið að uppfæra, en vefslóðin er http://mmf.egilsstadir.is