Blásið verður til kynningar á Evrópuverkefni Þorpsins, Creative communities, á Hótel Héraði föstudaginn 9. september. Málþingið fer fram milli 15.00 og 18.00 og ber yfirskriftina Allir menn eru skapandi - búum við í skapandi samfélagi?.
Allir sem hafa áhuga á að búa í skapandi samfélagi eru hvattir til að mæta og leggja orð í belg.
Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:
15.00 Gerðu það sem þú elskar
Haukur Guðjónsson framkvæmdastjóri Bungaló
15.30 Kynning á markmiðum og afurðum CC verkefnisins
Lára Vilbergsdóttir verkefnisstjóri CC
15.45 Kynning á CC námskeiðum
Bergþóra Arnórsdóttir verkefnisstjóri ÞNA
16.00 Hressingartími Skapandi veitingar
16.15 MAKE by Þorpið Opnun heimasíðu Þorpsins
Karna Sigurðardóttir og Lára Vilbergsdóttir
16.45 Ímynd Austurlands Austfirskt vörumerki
Garðar Eyjólfsson MA í hugmyndafræðilegri hönnun
17.00 Hvar erum við nú? Hvert viljum við fara?
Opnar umræður um stefnumótun fyrir Þorpið Hönnunarsamfélag
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Verkefnisstjóri CC og
Garðar Eyjólfsson hönnuður stýra umræðum