Ný ljósmyndasýning, Aldarspegill, hefur verið sett inn á vef Héraðsskjalasafns Austfirðinga, www.heraust.is.
Myndirnar sem brugðið er upp á heimasíðunni í þetta sinn koma úr ýmsum áttum og ná í tíma yfir alla 20. öldina. Ljósmyndasafninu hafa á undanförnum árum verið afhent mjög stór myndasöfn og má þar nefna Ljósmyndasafn Austra og söfn blaðamannanna Sigurðar Aðalsteinssonar og Önnu Ingólfsdóttur auk myndasafns Guðmundar R. Jóhannessonar.
Drjúgur hluti safnskostsins er þó þannig til komin að fólk kemur og færir safninu persónuleg myndasöfn. Slík söfn eru sjaldan stór en segja engu að síður merkilega sögu og er meirihluti myndanna sóttur í söfn af þeim toga. Þá hefur færst í vöxt að safninu séu færðar myndir á stafrænu formi (á CD diskum) og eru eru nokkrar myndir út slíkum söfnum.
Ekki var hægt að nafngreina alla á myndunum og væru upplýsingar um nöfn vel þegnar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.