- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Álagningu fasteignagjalda á Fljótdalshéraði fyrir árið 2020 er nú lokið.
Álagningarseðlar eru birtir rafrænt í íbúagátt Fljótsdalshéraðs og þá má einnig nálgast á island.is. Sem fyrr birtast kröfur vegna fasteignagjalda í netbanka greiðanda.
Vatnsgjald, rotþróargjöld og sorpgjöld hækka um 2,5% milli ára.
Álagningarhlutföll (prósentur) á fasteignaskatt, lóðaleigu og holræsagjald eru óbreytt frá fyrra ári. Breytingar sem verða á þeim gjöldum á milli ára eru vegna breytinga á fasteignamati viðkomandi eigna og lóða samkvæmt mati sem gert er af Þjóðskrá. (FMR)
Þeir sem hafa óskað eftir að fá heimsenda álagningar- og greiðsluseðla munu fá þá senda á næstunni. Að öðru leyti er hægt að senda inn athugasemdir eða biðja um frekari upplýsingar á netfangið fasteignagjold@fljotsdalsherad.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins.