Á íbúafundi í félagsheimilinu Iðavöllum í síðstu viku, var afhentur undirskriftalisti þar sem skorað er á bæjaryfirvöld að finna viðunandi landsvæði undir lóðir fyrir íbúða- og þjónustusvæði, annað landsvæði en tún Egilsstaðabænda, eins og segir á undirskriftalistanum.
Til íbúafundarins sem hafði verið boðað af stýrihópi um gerð aðalskipulags Fljótsdalshéraðs þar sem sérstaklega átti að ræða landbúnaðarmál. Tæplega 400 manns rituðu nöfn sín á undirskriftalistann. Á listanum segir einnig: “Það eru forréttindi bæjarfélagsins Egilsstaða að hafa náttúruna og landbúnaðinn svo nálægt. Það hefur gildi fyrir ferðaþjónustuna, ferðamanninn og heimamenn að komast í nálægð við kýrnar. Það er svo mikil yfirvegun og friður yfir kúnum þar sem þær eru á beit við bæjarmörkin.”