Áfengisfyrirlestur í Hlymsdölum

Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir flytur fyrirlestur sem nefnist ÁFENGI – KOSTIR OG GALLAR í Hlymsdölum í dag. Fyrirlesturinn sem hefst klukkan 17 er opin öllum.

Það er Félagsþjónusta Fljótsdalshéraðs og HSA sem standa fyrir fyrirlestrinum sem er sá fyrsti í sex fyrirlestraröð þar sem fjallað verður um áfengi, fíkn og fjölskyldur.