Stórum áfanga verður náð í verkefninu um Áfangastaðinn Austurland miðvikudaginn 22. mars þegar ný heimasíða www.austurland.is opnar með viðhöfn á Egilsstaðaflugvelli sem hefst klukkan 14:30. Allir eru velkomnir á þessa dagskrá.
Heimasíðunni er ætlað að vera gátt inn í Austurland og er fyrir alla þá sem vilja leita sér upplýsinga um búsetukosti svæðisins, atvinnu og fjárfestingamöguleika. Síðast en ekki síst er síðan gátt fyrir gestina okkar sem vilja heimsækja Austurland og fá nasasjón af austfirskum lífsstíl. Austurland.is á að einfalda fólki og fyrirtækjum að leita hagnýtra upplýsinga um Austurland. Gáttin mun spila stórt hlutverk í að þjónusta austfirsk fyrirtæki og sveitarfélög við að þróa sameiginlega rödd Austurlands út á við og leggja grunn að stjórnun áfangastaðarins til framtíðar.
Dagskrá:
Sigrún Blöndal, formaður SSA, flytur ávarp.
Austfirsk börn opna vefinn formlega.
Daniel Byström og María Hjálmarsdóttir, verkefnastjórar, kynna vefinn, markmið hans og möguleika.
Nýr ljósmyndabanki fer í loftið.
Veitingar í boði Isavia.
Á þessari Facebook síðu má finna upplýsingar um viðburðinn .
Það væri ljúft að sjá sem flesta Austfirðinga fagna þessum áfanga.
Austurland í Reykjavík
Í kjölfar opnunar heimasíðunnar á Austurlandi verður Áfangastaðarverkefnið og nýja heimasíðan kynnt á Hönnunarmars föstudaginn 24.mars klukkan 18:30 á KEX Hostel í Reykjavík. Tíu tímar af skapandi orku Austurlands verður á boðstólnum þegar Austurland: Make it happen again* hefst á hádegi sama dag.
Frá hádegi og fram undir miðnætti verður Kex Hostel fyllt austfirsku andrúmslofti. Hressandi Pecha Kucha örfyrirlestrar og fjölbreytt hönnunarverkefni verða til sýnis ásamt tónlistaratriðum frá austfirskum tónlistarmönnum m.a. Prins Póló. Kex Hostel býður uppá hádegis- og kvöldverðarmatseðil með austfirsku ívafi undir styrkri stjórn hins margrómaða matreiðslumanns, Ólafs Ágústssonar.
Nánari upplýsingar veitir Lára Vilbergsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, í síma 899 4373 // lara@austurbru.is.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.