Æskan á óvissutímum - Málþing

Í dag, fimmtudaginn 4. desember, verður haldið málþing í sal Menntaskólanum á Egilsstöðum með yfirskriftinni „Æskan á óvissutímum“. Að málþinginu stendur meðal annars Ungmenna – og íþróttasamband Austurlands (UÍA). Málþingið hefst kl. 15.30.

Umfjöllun málþingsins verður íþrótta – og ungmennastarf á krepputímum. Að ráðstefnununni koma auk UÍA, UMFÍ, KFUK, KFUM, Æskulýðsráð og Bandalag íslenskra skáta. Á dagskránni eru afar spennandi fyrirlestrar og er dagskrá útlistuð frekar hér fyrir neðan. Málþingið er hugsað fyrir þá aðila sem starfa með börnum og ungu fólki í frítímum, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.



Setning:
Elín Rán Björnsdóttir, formaður UÍA
Ávarp:
Eiríkur B. Björgvinsson, bæjarstjóri
Fljótsdalshéraðs
Tónlistaratriði:
Bjartmar Guðlaugsson
Ísland í efnahagslegu fárviðri:
Gunnar Gunnarsson, hagfræðingur hjá
Seðlabanka Íslands
Raunveruleiki heimilanna:
Sigrún Þórarinsdóttir, félagsráðgjafi
Fjarðabyggðar

Kaffi

Barnið í kreppunni:
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur
Mikilvægi æskulýðsstarfs á óvissutímum:
Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar
Hvernig spegla ég ástandið?:
Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og
KFUK á Norðurlandi
Fundarstjóri:
Þorgeir Arason, fræðslufulltrúi Múlaprófastdæmis