Hjólastólalyfta var sett upp í Safnahúsinu nýverið. Haldinn var lyftufagnaður í Bókasafni Héraðsbúa af því tilefni á fimmudaginn var. Vel var mætt á fagnaðinn.
Í fyrstu opinberu ferðina með lyftunni fóru Kristrún Jónsdóttir (Dúrra), fyrrverandi forstöðumaður bókasafnsins, með tveim barnabörnum sínum, Páll Sigvaldason, formaður menningarnefndar, og María Sverrisdóttir sem lengi hefur beðið eftir aðgengi að safninu. Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður RÚV á Austurlandi var á staðnum. Frétt hans má sjá hér hún byrjar á 2:08.
Starfsfólk bókasafnsins vill nota tækifærið og þakka gestum fyrir komuna og einnig þeim sem unnu að því að þessum áfanga var náð.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.