Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur auglýst tillögu að Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, samkvæmt 18.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997. Tillagan er til sýnis á skrifstofum Fljótsdalshéraðs í Fellabæ og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík.
Tillaga er til sýnis frá 4. mars til og með 16. apríl 2009. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Fljótsdalshéraðs www.fljotsdalsherad.is .
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til skila inn athugasemdum er til fimmtudagsins 16. apríl 2009.
Skila skal athugasemdum skriflega til skipulags-og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest telst samþykkur henni.