Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008-2028 - Breyting: Kröflulína 3

Skipulags- og byggingarfulltrúi Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með opið hús þar sem íbúar geta kynnt sér lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028 skv. ákv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Áform um Kröflulínu 3, 220 kv háspennulínu sem liggur samsíða Kröflulínu 2, hafa þegar verið staðfest í skipulagsáætlunum.

Lýsingin verður til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum föstudaginn 1. mars 2013 frá kl. 8:00 til kl. 16:00. Lýsingin verður einnig á heimasíðu sveitarfélagsins „www.egilsstadir.is“ eða hér.
Íbúum er með þessu gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum við lýsinguna.

Ábendingar, ef einhverjar eru, óskast sendar skipulags- og byggingarfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en mánudaginn 11. mars 2013, merkt „Kröflulína 3“.

Tillaga að breytingu á Aðalskiplagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, ásamt umhverfisskýrslu, verður svo til sýnis á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs, að Lyngási 12, Egilsstöðum föstudaginn 15. mars 2013 frá kl. 8:00 til kl. 16:00 og á heimasíðu sveitarfélagsins.

Ábendingar vegna aðalskipulagsbreytingarinnar og (umhverfisskýrslunnar), ef einhverjar eru óskast sendar Skipulags- og byggingarfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, eigi síðar en mánudaginn 25. mars 2013, merkt „Kröflulína 3“.