Atvinnsjóður kvenna veitti verkefninu 700IS Hreindýraland sem er alþjóðleg kvikmynda og myndbandalistahátíð á Austurlandi styrk að andvirði einnar milljónar krónur. Umsóknir sem bárust voru 246 og voru veittir 56 styrkir að þessu sinni.
Verkefnið er samstarfsverkefni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar og upphafsmaður þess er Kristín Scheving. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra afhenti styrkina við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsini við Hverfisgötu. Verkefnin sem hlutu styrk að þessu sinni voru afar fjölbreytt en þar má nefna þjónustu af ýmsu tagi, framleiðslu, hönnun og félagsleg verkefni.