700IS - Hreindýraland fær styrk

Hreindýraland – videó og kvikmyndahátíðin 700.IS hlaut styrk frá Evrópusambandinu í samstarfsverkefninu Alternative Routes. Styrkurinn er úr Culture Funding – Strand 1.2.1 og eru samstarfsaðilarnir frá Portúgal, Ungverjalandi og Bretlandi.

Styrkurinn er 200.0000 Evrur og er hann til þriggja ára. Hátíðarnar sem eru í samstarfi við 700.IS eru Moves frá Bretlandi og er Pascale Moyse stjórnandi hennar. Intermodem frá Ungverjalandi sem er stjórnað af Abel Konya og Frame frá Portúgal sem er stjórnað af Alberto Magno. Næstu skref eru að undirbúa fund sem verður haldinn í Ungverjalandi í haust en þar verða sýnd verk frá 700.IS og verða þeir listamenn sem sýndu verk sín þar jafnvel með í för.
Fjórða hátíð 700.IS er ný afstaðinn á Fljótsdalshéraði og tókst hún vel. Hluti af sýningum síðustu ára verða sýnd í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu í sumar.