700.is - Hreindýraland

Hreindýraland – videó og kvikmyndahátíðin 700.is verður haldin á Fljótsdalshéraði og nágrenni í fjórða sinn, 21. – 28. mars næstkomandi. Það verður nýtt snið á hátíðinni þetta árið þar sem nú verður sjónum beint að videó – innsetnginum.

Það eru 7 listamenn eða pör sem vinna þessar innsetningar í Sláthurhúsið – Menningarmiðstöð.  Einnig hafa verið valin 4 prógrömm frá gestasýningastjórum til sýningar á Eiðum, í Skaftfelli á Seyðisfirði, á Skriðuklaustir og í Þekkingarsetri Austurlands á Egilsstöðum. Það er Áslaug Thorlacius, myndlistarmaður og formaður Sambands íslenskra mynlistarmanna sem opnar sýninguna að þessu sinni. Það er búist við því að allir listamennirnir verði viðstaddir opnunina í Sláturhúsinu en einnig verða viðstödd sýningastjóranir Eva og Jonas frá Svíþjóð. Verk verða valin á hátíðinni sem koma til með að fara á aðrar kvikmyndahátíðir um heim allan síðar á árinu. Upphafsmaður og framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Kristín Scheving og aðstoðaframkvæmdarstjóri er Íris Lind Sævarsdóttir. Verkefnastjóri þetta árið er Þórunn Hjartardóttir. Fyrirhugað er að halda stærri hátíð annaðhvert ár þar sem fleiri listamenn sýna verk sín og námskeiðahald og fleira verður í boði. Hitt árið er áætlað að sýningin verði lágstemmdari þar sem innsetningar eru í fyrirrúmi.

Listamennirnir sem sýna í Sláturhúsinu eru I Artists in the Slaughterhouse: Andreas Templin frá Þýskalandi, Johanna Reich frá Þýskalandi, Julie Sparsö Damkjaer frá Danmörku, Hrafnkell Sigurðsson frá Íslandi, Lana Vogestad sem er Íslensk – Bandarísk, Sigrún Lýðsdóttir og Tom Goulden sem eru íslensk og hann breti og að lokum Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir sem er íslensk. Gestastýningastjórar eru Pascale Moyse sem kemur frá Bresku hátíðinni MOVES (Movement on Screen), Eva Olsson og Jonas Nilsson sem koma frá Örebro festival, Art Video Sreening, Pau Pascuale Galbis frá spænsku hátíðinni VAIA, International Video Art Festival og að lokum kemur prógrammið I Guest curators frá þýsku hátíðinni Agricola de Cologne/Cologne OFF (Online Film Festival).

Dagskráin er eftirfarandi.

Laugardagurinn 21. mars

20:00 Opnun hátíðarinnar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum

21.30 Opnunarpartý á Hótel Héraði klukkan 21.30, Gísli Galdur, Danny Deluxx og Maggi Noem VJ/DJs!

Sunnudagurinn 22. Mars

12:00 – 13:30 Listamannaganga og spjall, listamennirnir sem eru með innsetningar
í Sláturhúsinu ganga um Sláturhúsið og tala um verk sín.

14:00 - 18:00 CologneOFF á Skriðuklaustri

14:00 - 18:00 Sláturhúsið á Egilsstöðum

20:00 Örebro video art screening VAS, Skaftfell, Seyðisfirði. Sýningarstjórarnir verða með spjall á opnun.

Mánudagurinn 23. mars

12:00 Listamannaganga og spjall, listamennirnir sem eru með innsetningar
í Sláturhúsinu ganga um Sláturhúsið og tala um verk sín.

14:00 - 18:00 Sláturhúsið á Egilsstöðum

20:00 Moves, Movement on screen á Eiðum

Þriðjudagurinn 24. mars

14:00 - 18:00 Sláturhúsið á Egilsstöðum

19:30 Þekkingarsetur Austurlands sýnir VAIA, prógram frá Spáni

Miðvikudagurinn 25. mars

14:00 - 18:00 Sláturhúsið á Egilsstöðum

Fimmtudagurinn 26. mars

14:00 - 18:00 Sláturhúsið á Egilsstöðum

Föstudagurinn 27. mars

14:00 - 18:00 Sláturhúsið á Egilsstöðum

Laugardagurinn 28. mars

14:00 - 18:00 Sláturhúsið á Egilsstöðum

14:00 - 18:00 Skriðuklaustur CologneOFF