Sýningin 700.is verður haldin í annað sinn dagana 24. til 31. mars nk.
Þetta er videolistasýning en á síðustu sýningu, sem haldin var í vor, bárust yfir 300 verk frá 34 löndum. Eftir sýninguna, sem var á Egilsstöðum , voru 11 verk valin af þeim 50, sem sýnd voru, og hafa þau farið í ferðalag víða, eða til Reykjavíkur, Bandaríkjanna, Spánar, Litháen, Kanda og Noregs. Kristín Scheving, fostöðurmaður VegaHússins og starfsmaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, segir að um 1.000 heimsóknir séu á heimasíðu hátiðarinnar í hverri viku frá öllum heimshlutum og greinilega mikill áhugi fyrir sýningunni. Hún segir diska með efni á sýninguna þegar farna að streyma inn, þrátt fyrir að stutt sé síðan byrjað var að kynna hana. Nánari upplýsingar um sýninguna er að fá á vefnum www.700.is