Menningarráð Austurlands úthlutaði í síðustu viku styrkjum til 63 menningarverkefna á Austurlandi, samtals að upphæð 26,6 milljónum króna. Hæstu styrkina hlutu Þorpið Hönnunarsamfélag á Austurlandi http://make.is/ í samstarfi við Glamour http://glamour.is 1,2. milljón króna og LungA. Listahátíð á Ausurlandi fékk 1 milljón.
Þrjú verkefni hlutu 900 þúsund og tíu 800 þúsund og síðan stiglækkandi en lægstu styrkirnir voru 100 þúsund. Alls bárust Menningarráðinu 98 styrkumsóknir
Styrkjunum var úthlutað í Snæfellsstofu að Skriðuklaustri í Fljótsdal að viðstöddum Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarráðherra, Valdimar Hermannssyni, formanni Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, Birni Ingimarssyni, formanni stjórnar Menningarráðs Austurlands, og Skúla Birni Gunnarssyni, forstöðumanni Gunnarsstofnunar að Skriðuklaustri.
Sjá má úthlutunina á vef Austur.is eða hér.
Myndin er tekin af vef austur.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.