Um síðustu helgi var Íslandsmót Fimleikasambands Íslands í hópfimleikum haldið af Gerplu í Kópavogi. Þetta er eitt stærsta mót sem Fimleikasambandið hefur haldið en á mótið voru skráðir um 800 keppendur á aldrinum 9-17 ára. Frá fimleikadeild Hattar fóru 63 keppendur. Keppendur voru á aldrinum 9-17 ára.
Öll lið fimleikadeildar Hattar eru í A-deild en á haustmóti raðast lið niður í deildir, og Auður Vala aðalþjálfari fimleikadeildarinnar segir það þeim mikið ánægjuefni að vera í þeirri deild.
Fimleikadeildin fór með stóran hóp af ungum keppendum, 9 ára, sem voru að keppa í fyrsta skipti á FSÍ móti. Að venju var ferðin vel nýtt til æfinga í fimleikahúsum höfuðborgarinnar, nýttu iðkendur deildarinnar sér það vel og náðu m.a. nýjum stökkum sem vonandi verður hægt að framkvæma heima á Héraði að sögn Auðar.
Úrslit mótsins voru á þessa leið:
5. flokkur - 9 ára - 2.sæti
4. flokkur - 10-11 ára - 3.sæti
3. flokkur - 12-13 ára -3.sæti
2. flokkur mix - 14-15 ára - 2.sæti
1. flokkur - 13-17 ára - 6.sæti
Myndir af af liðunum má sjá á Facebooksíðu ÚÍA.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.