Í dag eru liðin 60 ár síðan þéttbýli fór að myndast við Lagarfljótið. Þann 24. maí 1947 var ríkisstjórn Íslands falið að gangast fyrir stofnun kauptóns í þáverandi Egilsstaðahreppi.
Glöggir menn sögðu fyrir um kaupstað á Egilsstöðum tæpri hálfri öld fyrr en hafist var handa um búsetu. Í þingræðu 15. júlí 1899 hefur séra Einar Jónsson á Kirkjubæ eftir norksa verkfræðingnum Bart, að þegar akvegur hafi verið lagður um Fagradal frá Reyðarfirði að Lagarfljóti hljóti kaupstaður að rísa upp á Egilsstöðum við fljótið. (Egilsstaðabók 1997, bls. 63)
Sveitarfélagið óskar öllum íbúum Fljótsdalshéraðs til hamingju með 60 ára afmælið. Á Ormsteitinu í ágúst verður afmælisins minnst með ýmsum hætti s.s. með afmæliskaffi í miðbænum fyrir gesti og gangandi, sérstakri dagskrá fyrir börnin og flugeldasýningu.