5 ára deild á Tjarnarlandi í haust

Frá komandi hausti verða allir 5 ára leikskólanemendur  í skólahverfi Grunnskólans Egilsstöðum og Eiðum saman í leikskólanum Tjarnarlandi. Elstu nemendur í leikskólanum Skógarlandi flytjast því á Tjarnarland um miðjan ágúst.

Tilgangur þessara breytinga er meðal annars sá að nemendurnir  kynnist innbyrðis áður en þeir hefja nám í grunnskólanum. Nálægðin við grunnskólann gefur aukna möguleika á samvinnu skólastiganna auk þess að auðvelda samstarfið.

Í byrjun júní verður kynningarfundur í leikskólanum Tjarnarlandi fyrir foreldra þeirra barna sem hefja nám á 5 ára deildinni í haust.  Bréf þess efnis mun bersat foreldrum  innan skamms.