1200 unglingar skráðir á landsmótið

Unglingalandsmót ÚÍA hefst á fimmudaginn á Egilsstöðum. Um 1.200 krakkar á aldrinum frá 11 til 18 hafa skráð sig til leiks en skráningu lauk sunnudaginn 24. júlí. Veðrið ætti ekki að spilla fyrir leikunum því að þó að það hafi rignt í dag, mánudag, lofar norska veðurstofan, yr.no, sólskini og 16-20 stiga hita alla mótsdagana.

Undirbúningur fyrir landsmótið er á fullu, allir sem vettlingi geta valdið snyrta bæinn og fréttst hefur að íbúar við Koltröð ætli að búa til Hattargötu. Skorað er á aðra íbúa að taka höndum saman og gera eitthvað álíka.

Íþróttaaðstaða í bænum hefur verið lagfærð, tekið hefur verið til á Vilhjálmsvelli og gryfjur, kastgeirar og hlaupabrautir hafa verið hreinsaðar. Þá hefur verið reistur skúr yfir starfsfólk tímatökunnar. Efni í skúrinn var fengið frá Húsasmiðjunni og húsið var reist í sjálfboðavinnu. Snorri Benediktsson, einn greinarstjóra frjálsíþrótta á mótinum, bar hitann og þungann af húsbyggingunni. Kofinn er við endamarkið á hlaupabrautinni stúkumegin. Áður var miðstöð tímatökunnar í Hettunni, vallarhúsinu á Vilhjálmsvelli. Tímatökusérfræðingar UÍA eru ánægðir með nýju aðstöðuna.

Lukkudýr mótsins, hreindýrið Sprettur Sporlangi, hefur aðstoðað dyggilega við undirbúning mótsins. Minnt er á Sprettur er friðaður. Hann óttaðist mjög um líf sitt nú á miðju hreindýraveiðitímabilinu og hefur verið gerður griðasamningur milli hans og umhverfisstofnunar. Sjá má samninginn hér.

Eins og áður var sagt hefst unglingalandsmótið á fimmtudag. Upplýsingamiðstöð er í grunnskólanum og þar verður tekið á móti gestum frá klukkan 13 til 24 og haldinn þar upplýsingafundur klukkan 21. Köldvaka verður frá klukkan 20.30 til 22 í stóru tjaldi sem reist hefur verið við sundlaugina. Dagskrá fimmtudags lýkur með varðeldi og söng og íþróttakeppnir hefjast snemma á föstudag.

Dagskrá landsmótsins í heild má sjá á vef ÚÍA og skoða fréttir bæði á vefnum og Facebook.