100 luku heilu Urriðavatnssundi og 3 hálfu

Landtaka reyndist fólki miserfið - en þessi keppandi fór létt með það. Tímatökuflögur voru notaðar í…
Landtaka reyndist fólki miserfið - en þessi keppandi fór létt með það. Tímatökuflögur voru notaðar í fyrsta sinn í Urriðavatnssundi og reyndust þær vel.

Urriðavatnssund 2016 fór fram á laugardaginn, 23. júlí 2016 í ágætisveðri. 121 keppandi var skráður til leiks, þar af 118 í Landvættasund 2,5 km. 100 manns luku sundinu, 61 karl og 39 konur.

Fyrstu þrjár konur:
1. Katrín Pálsdóttir 00:49:26
2. Sigrún Hallgrímsdóttir 00:49:43
3. Gréta Björg Jakobsdóttir 00:50:44

Fyrstu þrír karlar
1. Svavar Þór Guðmundsson 00:41:40
2. Hjalti Gautur Hjartarson 00:42:01
3. Jakob Samúel Antonsson 00:46:43

Þrír syntu 1250 m, eða hálft sund, tvær konur og einn karl. Luku þau öll sundinu og hlutu viðurkenningar en það voru Guðbjörg Björnsdóttir,  Þóra Elísabet Kristjánsdóttir og  Ólafur Tröster

Einnig fékk Eiríkur Stefán Einarsson viðurkenningu fyrir þátttöku, en hann er upphafsmaður sundsins og hefur synt vatnið árlega í 7 ár. Það má nefna að flestir sundkapparnir syntu í blautbúningum, nema Eríkur og einn annar keppandi.

Heimasíða Urriðavatnssunds er hér og frétt RÚV um sundið hér.