VOR – WIOSNA

Hluti af veggspjaldi hátíðarinnar
Hluti af veggspjaldi hátíðarinnar

Pólska lista- og menningarhátíðin Vor / Wiosna opnar í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum föstudaginn 21.ágúst klukkan 18:00

 Dagana 18.- 28. ágúst yfirtaka pólskir listamenn Sláturhúsið. Hátíðin átti upphaflega að fara fram í vor en sökum Covid 19 var ákveðið að fresta henni þar til nú. Nafnið fékk þó að halda sér þar sem orðið «vor» lýsandi fyrir hugmyndafræðina á bakvið hátíðina.

Á hátíðinni koma eingöngu fram eða verða sýnd verk eftir pólskt listafólk sem búsett er á Íslandi. Þeir myndlistamenn sem sýna eru: Agnieszka Sosnowska, Hubert Gromny, Anna Pawlowska, Lukas Bury, Grzegorz Łoznikow, Anna Story, Magdalena Lukasiak, Staś Zawada og Wiola Ujazdowska sem jafnframt er sýningarstjóri.

 Síðar um kvöldið verður boðið upp á pólska tónlist í Sláturhúsinu og fyrr um daginn er bæði jóga og málverk-smiðja í boði. Sjá nánar um dagskrána á heimasíðu Sláturhússins eða Fésbókarsíðu MMF