Vinnuverndarvika Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar árið 2011 verður 24.-28. október. Hún fjallar um öryggi við viðhaldsvinnu og verður áhersla lögð á viðhald véla og tækja. Slagorð vikunnar er: ÖRUGGT VIÐHALD ALLRA HAGUR Fyrirtæki eru hvött til að nýta sér upplýsingar um öryggi við viðhaldsvinnu sem er að finna á
heimasíðu Vinnueftirlitsins undir flipanum Vinnuverndarvikan 2011. Þar er bæði að finna efni tengt vinnuverndarvikunni og gerð áhættumats.
Hápunktur vikunnar er ráðstefna sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún í Reykjavík þriðjudaginn 25. október frá klukkan 13 til 16. Þar verða fluttir fyrirlestrar og fyrirtæki sem skara fram úr í vinnuvernd verða verðlaunuð.
Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.