- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í dag, föstudaginn 26. júní, hefst vinabæjamót Fljótsdalshéraðs og sveitarfélaga á hinum Norðurlöndunum. Vinabæirnir eru Sorö í Danmörku, Skara í Svíþjóð, Eidsvoll í Noregi og Suolahti í Finnlandi. Formleg móttaka hefst kl. 17 í dag en mótið stendur fram til 28. júní.
Alls koma 18 gestir frá hinum norrænu vinabæjum. Dagskrá mótsins er þannig að gestirnir heimsækja Íþróttamiðstöðina og Minjasafnið, fara í göngu um Selskóg með leiðsögumanni eða skoða Fljótsdalsstöð, svo eitthvað sé nefnt. Fundað verður hjá Þekkingarneti Austurlands eftir hádegi og síðdegis farið í Hallormsstaðaskóg og snæddur kvöldverður í Hússtjórnarskólanum.
Snemma á sunnudag er skipulögð heimsókn í Sláturhúsið, menningarsetur og m.a. skoðuð sýningin Testosterone sem vakið hefur mikla athygli, auk hönnunar, handverks og ýmissa verkefna sem vert er að sýna gestunum áður en þeir halda á brott aftur.