Dreifbýlis- og hálendisnefnd hefur ítrekað við Hreindýraráð, Umhverfisstofnun og Umhverfisráðuneyti að verð á hreindýraveiðileyfum hækki.
En eftirspurn eftir leyfunum hefur verið mikil. Til marks um það hafa umsóknir verið um það bil helmingi fleiri en úthlutuð leyfi undanfarin ár. Verðlagning leyfanna hefur ekki fylgt almennum verðhækkunum og telur nefndin það óeðlilegt. Dreifbýlis og hálendisnefnd ályktaði fyrst um málið fyrir ári og var erindi sent til Umhverfisstofnunar í kjölfarið, en skýringa hefur einnig verið óskað frá Umhverfisráðuneytinu og Hreindýraráði. Nefndin sættir sig ekki við þau svör sem hafa fengist frá ofangreindum aðilum og bíður þess að starfsmenn ráðuneytisins verði við beiðni nefndarinnar um fund heima í héraði þar sem sjónarmið heimamanna og hlutaðeigandi verða útskýrð.