- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Útvarpsstöðin Útvarp Andvarp, sem er staðbundin útvarpsstöð nemenda í Menntaskólanum á Egilsstöðum, verður endurvakin miðvikudaginn 7. október kl. 18.00. Útvarpssendirinn og studíóið eru staðsett í vegaHÚSINU / Sláturhúsinu á Egilsstöðum og fyrst um sinn mun útsendingin nást í nágrenni Egilsstaða.
Skipulögð dagskrá verður til að byrja með á miðvikudögum frá kl. 18.00 til miðnættis og dagskrárliðir af ýmsum toga. Í framtíðinni mun svo hinum almenna borgara bjóðast að nýta tækjabúnaðinn til dagskrárgerðar og útsendinga.
Fyrsta útsendingin verður í andyri Sláturhússins þannig að gestir og gangandi geta keyrt fram hjá og eða litið við í kaffi í Sláturhúsinu og séð dagskrágerðarfólk framtíðarinnar að störfum.