- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Urriðavatnssundið 2013 fór fram í gær laugardaginn 27. júlí. Alls syntu 27 manns; 17 karlar og 10 konur. Landvættasundið sem er 2.5 km syntu 25 manns og tveir svokallað skemmtisund 400 m langt. Veður var dásamlegt og aðstæður hinar bestu. Allir luku sínu sundi með sóma og gleðin skein af hverri brá, þó flestar væru þær votar. Tímar sundmanna munu birtast á heimasíðunni http://urridavatnssund.is/ innan tíðar, sem og myndir frá sundinu.
Fyrstur karla í Landvættasundinu, 2.5 km var Ásgeir Elíasson á tímanu: 42´26"39
Fyrst kvenna í Landvættasundinu, 2.5 km var Halldóra G. Matthíasdóttir Proppé á tímanum 51´25"07
Á heimasíðu sundsins segir ennfremur: Skipuleggjendur þakka öllum þeim sem gerðu þetta ekki bara mögulegt, heldur magnaðan viðburð. Sundfólkinu þökkum við sérstaklega fyrir þátttökuna og ekki síður þökkum við áhorfendum sem settu mikinn og skemmtilean svip á daginn. Þá var það sérlega ánægjulegt að Eiríkur Stefán Einarsson frá Urriðavatni var á meðal sundmanna í dag en það er í raun í kjölfar hans sem við syndum, því hann hefur synt Urriðavatnið sl. 3 sumur og þetta því hans fjórða Urriðavatnssund í röð (sjá sögu sundsins hér á heimasíðunni). Ekki var síður ánægjulegt að Ingvar Þóroddsson einn stjórnarmanna Landvætta heiðraði sundið með því að vera viðstaddur, ávarpa viðstadda og gefa Urriðavatnssundinu fána Landvætta, sem svo blakti við hún á bakkanum í dag.