- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Tónlistarstundir hafa verið árviss viðburður í tónlistarlífinu á Fljótsdalshéraði frá því 2002. Þetta eru vanalega stuttir tónleikar fyrri hluta sumars í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju. Lögð hefur verið áhersla á að gefa tónlistarfólki af Austurlandi tækifæri til þess að koma fram en einnig hafa þekktir listamenn annars staðar frá komið að. Alcoa, Fljótsdalshérað, Menningarráð Austurlands og viðkomandi kirkjur hafa styrkt verkefnið. Dagskráin er fjölbreytt með skemmtilegri blöndu heimafólks og listamanna úr öðrum landshornum og byrjar á afmælistónleikum Egilsstaðakirkju, sem er 40 ára í ár.
Fimmtudagur 19. júní
Afmælistónleikar Egilsstaðakirkju kl. 20
Kammerkór Egilsstaðakirkju og Berglind Halldórsdóttir, flautuleikur, Bjarmi Hreinsson, píanóleikur, Torvald Gjerde, organisti, stjórnandi
Sunnudagur 22. júní
Vallaneskirkja kl. 20
Berglind Halldórsdóttir, blásturskennari á Héraði, klarínett, Margrét Lára Þórarinsdóttir, söngkennari á Héraði, söngur, Daníel Arason, tónlistarskólastjóri og organisti, harmoníum
Fimmtudagur 26. júní
Egilsstaðakirkja kl. 20
Sóley Guðmundsdóttir og Þórhildur Vigfúsdóttir, mezzó, Ásgerður Felixdóttir og Drífa Sigurðardóttir, alt. Allar eru þær söngnemar á Héraði. Torvald Gjerde, píanó og orgel
Sunnudagur 29. júní
Vallaneskirkja kl. 18
Flemming Víðar Valmundsson, upprennandi stjarna á Íslandi, harmonika
Fimmtudagur 10. júlí
Egilsstaðakirkja kl. 20
Haukur Guðlaugsson, fyrrverandi söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, orgel
Sunnudagur 13. júlí
Egilsstaðakirkja kl. 20
Bjarmi Hreinsson, píanó, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, píanó, ásamt gestum. Þau eru bæði frá Héraði og stunda nám í Listaháskóla Íslands
Aðgangseyrir kr. 1.000 kr, nemar kr. 500. Ath! Enginn posi