- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Svæðistónleikar Nótunnar, uppskeruhátíðar tónlistarskólanna, voru haldnir í Egilsstaðakirkju um síðustu helgi. Tvennir tónleikar fóru fram og voru atriði í grunnnámsflokki á þeim fyrri, en atriði í miðnáms- framhaldsnáms- og opnum flokki á þeim síðari. Sjö atriði hlutu þátttökurétt á Nótunni sem haldinn verður í Hörpu þann 2.apríl, þar af tvö frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum.
12 tónlistarskólar frá Norður- og Austurlandi áttu fulltrúa á tónleikunum m og tóku tæplega 90 ungir flytjendur þátt ásamt meðleikurum. Efnisskráin var fjölbreytt, vönduð og metnaðarfull.
Eftirfarandi atriði hlutu þátttökurétt á lokatónleikum Nótunnar í Hörpu 2. apríl 2017.
Í grunnámsflokki:
Tónlistarskólinn á Egilsstöðum
Edward MacDowell - Alla tarantella
Joanna Natalia Szczelina, píanó
Tónlistarskóli Skagafjarðar
Antonín Dvořák - Humoreska
Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir, fiðla
Meðleikari: Páll Barna Szabó, píanó
Tónskóli Neskaupstaðar
Scott Joplin - The Entertainer
Jakob Kristjánsson, píanó
Patrekur Aron Grétarsson, píanó
Í miðnámsflokki:
Tónlistarskóli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar
Claude Debussy - Clair de lune
Anya Hrund Shaddock, píanó
Í framhaldsnámsflokki:
Tónlistarskólinn á Egilsstöðum
Antonio Vivaldi - Flautukonsert í g-moll, "La notte"
Largo - Fantasimi (presto) - Largo Allegro
Sigurlaug Björnsdóttir, þverflauta
Kristófer Gauti Þórhallsson, fiðla
Þuríður Nótt Björgvinsdóttir, fiðla
Bríet Finnsdóttir, víóla
Meðleikarari: Charles Ross, gítar
Í opnum flokki:
Tónlistarskóli Vopnafjarðar
Stephen Yates - Samspil 7
María B. Magnúsdóttir, tréspil
Ísabella E. Thorbergsdóttir, blokkflauta
Malen G. Magnadóttir, blokkflauta
Elísabet O. Þorgrímsdóttir, klukkuspil
Guðný A. Haraldsdóttir, pianó
Sara L. Magnúsdóttir, klukkuspil
Eva L. Magnúsdóttir, pianó
Árni F. Óskarsson, gítar
Helena Rán Einarsdóttir, fiðla
Tónlistarskólinn á Tröllaskaga
Birdy/Cherry Ghost - People Help the People
Daði Þórsson, trommur
Einar Örn Arason, bassi
Þorsteinn Jakob Klemenzson, gítar
Styrmir Þeyr Traustason, píanó
Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir, söngur
Selma Rut Guðmundsdóttir, söngur
Helgi Halldórsson, gítar
Nánar um viðburðinn má sjá hér.