Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 til 2028

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 Ásgeirsstaðir

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt 1.mgr.36.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Ásgeirsstaðir eru um 11 km akstursleið norðan við þéttbýlið á Egilsstöðum og 4 km akstursleið suðaustan við Eiða, á svæði sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Þar er áhugi á að koma upp gistiaðstöðu fyrir ferðafólk og liggja fyrir drög að deiliskipulagi þar sem gert er ráð fyrir allt að 16 litlum húsum, samtals 450 fermetrar á 1,15 ha svæði. Vegna þessa er hér sett fram tillaga að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028.

Greinargerð aðalskipulagsins verði breytt þannig að við töflu yfir verslunar- og þjónustusvæði í kafla 9.5 verði bætt einni línu: V33 Ásgeirsstaðir, gistiþónusta í frístundahúsum á allt að 1,15 ha lands næst íbúðarhúsi. Á sveitarfélagsuppdrætti B verði fært inn punkttákn með auðkenni V33 við bæinn Ásgeirsstaði en þar er landbúnaðarsvæði á gildandi uppdrætti.

Tillaga að deiliskipulagi Ásgeirsstaðir

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir Ásgeirsstaði skv.41.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010 sem samþykkt var í auglýsingu í bæjarstjórn þann 15.6.2016.

 

Skipulagssvæðið afmarkast eins og fram kemur á uppdrætti.

Breytingin felur í sér að heimila gistiaðstöðu fyrir ferðafólk í allt að 16 litlum húsum, samtals 450 fermetrar á 1,15 ha svæði. Stærð húsa verði á bilinu 15-36 fermetrar, byggð úr timbri, á einni hæð og með lágu risi. Mænisstefna verður vest-suðvesetur / aust-norðaustur. Byggingarreitirnir eru fjórir, innan reit 1 og 4 verði heimilt að staðsetja 3 stök hús en á reitum 2 og 3 verði heimilt að staðsetja 5 stök hús. Gert er ráð fyrir einu bílastæði fyrir hvert hús.

Breytingartillaga aðalskipulags og umhverfisskýrsla og deiliskipulagsuppdráttur verða til sýnis á bæjarskrifstofunum að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum, frá og með mánudeginum 27.júní 2016 til þriðjudagsins 16.ágúst 2016 og hjá Skipulagsstofnun á