Tilkynning frá aðgerðastjórn 16.október

Enginn er skráður með virkt smit á Austurlandi.

Aðgerðastjórn vekur á því athygli að í nýjum tillögum sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er ekki slakað á þeim kröfum sem nú eru í gildi. Þær eru hinsvegar hertar lítillega með vísan til tveggja metra reglu sem gildir þá um allt land ef samþykkt verður. Ástandið telst því erfitt og alvarlegt sem fyrr. Mikilvægt er að allar persónulegar sóttvarnaaðgerðir okkar taki mið af því, fjarlægðarmörk virt, gríma notuð samkvæmt reglum og gætt að handþvotti og sprittnotkun.

Aðgerðastjórn hefur orðið þess áskynja að rjúpnaveiðimenn víða að hyggi á ferðir á Austurland til veiða um leið og veiðitímabil hefst. Hún bendir í því sambandi á tilmæli stjórnvalda um að ferðir til og frá höfuðborgarsvæðinu séu ekki farnar nema af brýnni nauðsyn. Veiðiferðir sem þessar falla ekki þar undir. Aðgerðastjórn hvetur því veiðimenn almennt, miðað við óbreytt ástand, til að taka ekki þá áhættu að fara milli landsvæða í þessum tilgangi.

Höldum áfram að gæta að okkur og gerum það saman.