03.01.2008
kl. 00:00
Fréttir
Þrettándagleði Íþróttafélagsins Hattar og Fljótsdalshéraðs fer fram 6. janúar og hefst kl.17 við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum. Þaðan verður gengin blysför í Tjarnargarðinn og tendrað í bálkesti. Þar verður afreksíþróttafólk Hattar heiðrað og íþróttamaður Hattar árið 2007 valinn.
Þá verður flugeldasýning í umsjón Björgunarsveitar Héraðs og Karlakórinn Drífandi leiðir söng undir stjórn Drífu Sigurðardóttur.
Flugeldasala á vegum Björgunarsveitarinnar Héraðs verður opin í húsnæði Björgunarsveitarinnar laugardaginn 5. janúar kl. 18-22 og sunnudaginn 6. janúar kl. 14-16. Flugeldasýningin sjálf er í boði Kaupþings, Hitaveitu Egilsstaða og Fella, Glitnis, Sjóvá og
Miðáss.