Sýning og fundur um aðalskipulagsdrög

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að aðalskipulagi fyrir Fljótsdalshérað. Því fyrsta frá því sveitarfélagið varð til. Drög að tillögu að aðalskipulagi verða til sýnis í Valaskjálf í dag og á morgun og borgarafundur á laugardaginn. Vonast er til að íbúar kynni sér vel þau drög sem liggja fyrir.

 

Laugardaginn 11. október verður hægt að kynna sér drög að tillögu að nýju aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs í máli og myndum í Valaskjálf. Þá verður haldinn kynningarfundur þar sem fulltrúar ráðgjafa og sveitarfélagsins munu kynna tillögudrögin og þá stefnu sem í henni felst og taka síðan þátt í umræðum þar sem vænst er þátttöku íbúanna.

Dagskrá er eftirfarandi:

13.00 Húsið opnað, kynningarspjöld verða á veggjum og fulltrúar ráðgjafa og bæjarstjórnar verða á staðum til viðræðu.
14:00 Ávarp fulltrúa bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
14.15 Drög að tillögu að aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028, kynning ráðgjafa Alta
14.45 Framfylgd og notkun aðalskipulagsins
15.00 Fyrirspurnir og umræður
16.00 Fundarslit

Sýning
Hægt er að skoða sýningu á drögum að aðalskipulagstillögu, uppdráttum og greinargerð, í Valaskjálf milli klukkan 13.00 og 18.00, fimmtudaginn 9. og föstudaginn 10. október. Einnig er hægt að skoða sömu gögn á www.alta.is/fdh