- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Kosið verður til sveitarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar þann 19. september næstkomandi.
Kjósa skal ellefu fulltrúa í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags, auk átta fulltrúa og átta til vara með beinni kosningu í fjórar heimastjórnir sveitarfélagsins.
Frestur til að skila inn framboðum vegna sveitarstjórnarkosninganna rennur út á hádegi laugardaginn 29. ágúst nk. Framboðum skal skila til yfirkjörstjórnar að Lyngási 12, Egilsstöðum. Við heimastjórnarkosningar er kosning ekki bundin við framboð en allir kjósendur á viðkomandi svæði eru í kjöri. Heimastjórnir spurningar og svör.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst þann 27. júlí hjá sýslumönnum um land allt og í sendiráðum Íslands.