Sumarleyfi leikskólanna í Fljótsdalshéraði hafa nú verið ákveðin.
Á fundi sínum 29. nóvember samþykkti bæjarstjórn tillögu fræðslunefndar um sumarleyfi leikskólanna Skógarlands, Tjarnarlands og Hádegishöfða. Leikskólarnir verða lokaðir í fjórar vikur hver en tímarnir skarast og stendur lokunin í átta vikur samtals eða frá og með 18. júní til og með 10. ágúst.
Sumarleyfistímabil hvers skóla verður sem hér segir:
Hádegishöfði frá og með 18. júní til og með 13. júlí
Skógarland frá og með 2. júlí til og með 27. júlí
Tjarnarland frá og með 16. júlí til og með 10. ágúst
Sumarleyfi Leikskólans Brúarási og Skógarsels í Hallormsstað taka mið af sumarleyfi grunnskólanna.