- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Stóri tónlistardagurinn verður haldinn í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum laugardaginn 29. september. Stóri tónlistardagurinn er liður í Bras menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi sem haldin hefur verið í nokkrum sveitarfélögum í september með margvíslegum smiðjum, verkefnum og viðburðum.
Stóri tónlistardagurinn byggist upp á smiðjum og námskeiðum undir stjórn frábærs tónlistarfólks og endar á pop up tónleikum þar sem ungt og efnilegt tónlistarfólk verður með djammsessjón. Viðburðurinn er miðaður við aldurshópinn 13 – 20 ára, þó yngri og eldri megi fljóta með. Þátttakendur skrá sig við komu en þátttakan er endurgjaldslaus.
Dagskrá Stóra tónlistardagsins
Mæting á námskeið klukkan 13.45
Klukkan 14.00 - Jón Geir úr Skálmöld
Trommarinn úr Skálmöld segir frá hvernig hann byrjaði og hvað þarf til. Við fáum líka að heyra hvernig er að vera trommarinn í einni bestu rokkhljómsveit Íslands.
Klukkan 14.30 - Smiðjur hefjast
Trommubúðir – Jón Geir
Hljómsveitarnámskeið – Jón Hilmar
Raftónlistarsmiðja – KiraKira og Futuregrapher
Að vinna á upptökuforrit – Iðunn Snædís
Klukkan 17.00 – Rót og undirbúningur fyrir tónleika
Klukkan 18.00 – Pizzaveisla fyrir þátttakendur
Klukkan 19.00 - Tónleikar og djamm sessjón í lokin
Fjölbreyttir tónleikar með hljómsveitum, röppurum, frumsömdu efni ofl.
Djammsessjón í lokin þar sem reyndir og minna reyndir tónlistarmenn djamma saman.
Klukkan 20.30 til 21.00 – Dagskrá lýkur
Bras menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi