Fljótsdalshérað sigraði Vestmannaeyjar í spurningaþættinum Útsvari á föstudagskvöldið með 117 stigum gegn 63 stigum Vestmannaeyinga. Sigurinn var næsta öruggur frá byrjun, en það var aðeins í bjölluspurningunum sem Eyjamenn náðu að stríða Héraðsbúum.
Í bjölluspurningum getur líkamlegt atgervi ráðið úrslitum. Þegar kom að vísbendingaspurningum kom gáfnafarslegur liðanna í ljós og Fljótsdalshérað seig fram úr. Því næst tók leikrænn hluti þáttarins við. Þar lét nýr liðsmaður spurningaliðsins stjörnu sína skína og náði fullu húsi stiga. Þá var sigur Fljótsdalshéraðs því sem næst öruggur. Harðsnúið spurningaliðið lét ekki þar við sitja og raðaði áfram inn stigum til loka þáttarins. Seinustu fimmtán stigin komu frá liðsmanni frá því í fyrra, Þorbirni Rúnarssyni, og lokastaðan eins og áður sagði 117 63. Þetta háa skor mun vera stigamet í þáttaröðinni. Spurningalið Fljótsdalshéraðs skipa þau Þorsteinn Bergsson, Stefán Bogi Sveinsson og Margrét Urður Snædal.
Fljótsdalshérað óskar spurningaliðinu til hamingju með árangurinn og hvetur liðið til dáða í næstu viðureign sinni. Sem væntanlega mun fara fram eftir áramót.