Starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs kynnt

Svæðisráð austursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs boðar til opins fundar til að kynna starfsemi á svæðinu og til þess að skapa umræðugrundvöll um stefnu og starfsemi þjóðgarðsins. Fundurinn verður haldinn  í Snæfellsstofu fimmtudaginn 12. maí og hefst klukkan 20:00.Fundurinn er opinn og allir velkomnir.

 

 

Dagskrá:

20:00 - 20:10 Setning fundarins og kynning dagskrár.
20:10 - 20:40 Árskýrsla austursvæðis 2010 kynnt. Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður austursvæðis.
20:40 - 20:50 Kynning á fræðsludagskrá þjóðgarðsins sumarið 2011. Ragna Fanney Jóhannsdóttir, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar.
20:50 – 21:00 Kaffi
21:00 – 21:40 Hvert stefnir Vatnajökulsþjóðgarður og austursvæði hans – Kynning og framtíðarsýn á stjórnunar - og verndaráætlun. Björn Ármann Ólafsson, formaður svæðisráðs austursvæðis leiðir.
21:40 – 22:00 Umræður.